Fyrsti titill Arons með Barcelona

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson vann sinn fyrsta titil með Barcelona í dag þegar liðið varð bikarmeistari í 13. sinn í sögu félagsins og sjöunda árið í röð.

Barcelona hafði betur gegn Ademar León í úrslitaleik, 26:22. Aron náði ekki að skora fyrir Katalóníuliðið en hann skoraði eitt mark í gær þegar Barcelona bar sigurorð af Quabit Guadalajara, 36:22, í undanúrslitunum.

mbl.is