Handboltinn er leikur áhlaupa

Maria Pereira var markahæst í liði Hauka þegar liðið lagði …
Maria Pereira var markahæst í liði Hauka þegar liðið lagði Fram að velli í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Það má aldrei gefast upp og þrátt fyrir að við værum átta mörkum undir þá vitum við að handboltinn er hröð íþrótt og hlutirnir eru fljótir að breytast,“ sagði Maria Pereira sem var markahæst í liði Hauka sem vann 24:23-sigur eftir góða endurkomu gegn Fram í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. 

„Við lékum illa í fyrri hálfleik og við vorum að taka slæmar ákvarðanir í sóknarleiknum. Við þéttum hins vegar vörnina eftir að hafa komið okkur í vonda stöðu, fengum mörg mörk úr hraðaupphlaupum og náðum að snúa taflinu okkur í hag,“ sagði Maria um endurkomu Hauka. 

„Okkur óx ásmegin þegar mörkin fóru að streyma inn og við náðum að tryggja okkur tvö mikilvæg stig. Ég náði að setja mark mitt á sóknarleikinn sem var að sjálfsögðu ánægjulegt. Fram undan eru hörkuleikir og öll stig verða mikilvæg í baráttunni um deildarmeistaratitilinn og sæti í úrslitakeppninni,“ sagði Maria um framhaldið hjá Haukum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert