Sætti mig við að byrja svona

Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar sækir að Birgi Steini Jónssyni og …
Elvar Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar sækir að Birgi Steini Jónssyni og Aroni Degi Pálssyni, Stjörnumönnum í leiknum í TM-höllinni í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta var fínt lengst af. Ég datt aðeins niður undir lokin og með það er ég ekki nógu ánægður,“ sagði Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, eftir sigur liðsins á Stjörnunni, 27:22, í fyrstu umferð Olís-deildarinnar í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld.

Arnór Freyr flutti heim í sumar eftir tveggja ára veru við nám og handknattleiksiðkun í Randers í Danmörku. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig hressilega inn í deildakeppnina með því að verja 20 skot í leiknum í kvöld, nær öll á fyrstu 45 mínútum leiksins.

„Ég sætti mig alveg við að byrja svona,“ sagði Arnór Freyr glaður í bragði. „Fyrst og fremst skipti máli að við unnum leikinn og fengum stigin tvö sem voru í boði í leiknum. Við verðum bara að halda áfram og vinna eftir okkar markmiðum áfram. Þetta var bara fyrsti leikur af mörgum í deildinni,“ sagði Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar°, sem mætir sínu gamla liði, ÍR, í næstu umferð eftir rúma viku í Mosfellsbæ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert