Naumt tap í fyrsta leik Arons

Aron Rafn Eðvarðsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hamburg.
Aron Rafn Eðvarðsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hamburg. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Aron Rafn Eðvarðsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hamburg í kvöld en hann hefur verið frá keppni vegna höfuðmeiðsla. Hann og liðsfélagar hans urðu hins vegar að sætta sig við 27:25-tap fyrir Rhein Vikings á útivelli í þýsku B-deildinni. 

Aron varði níu skot og þar af eitt víti á þeim 57 mínútum sem hann spilaði. Hamburg hefur farið mjög illa af stað í deildinni og tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa og vermir liðið botnsætið án stiga. 

mbl.is