Dissinger samdi við Vardar

Christian Dissinger.
Christian Dissinger. AFP

Þýski landsliðsmaðurinn, Christian Dissinger, er genginn í raðir Vardar í Makedóníu en eins og fram hefur komið losaði Kiel hann undan samningi á dögunum. 

Dissinger gerði tveggja ára samning við Vardar. Dissinger er 26 ára gamall og hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu árin. Verði hann heill heilsu gæti hann styrkt lið Vardar verulega. 

Dissinger lék undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel í þrjú ár og var í landsliði Þjóðverja þegar Dagur Sigurðsson stýrði þýska liðinu með góðum árangri. 

mbl.is