Bjarki sterkur í Evrópusigri

Bjarki Már Elísson
Bjarki Már Elísson Ljósmynd/Uros Hocevar

Þýska liðið Füchse Berlin hafði betur gegn La Rioja frá Spáni á útivelli í EHF-bikarnum í handbolta í kvöld, 34:29. 

Bjarki Már Elísson átti flottan leik fyrir Füchse Berlin og skoraði fimm mörk, en Bjarki og félagar stóðu uppi sem sigurvegarar í keppninni á síðasta ári. 

Füchse Berlin er í toppsæti A-riðils með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Saint-Raphaël frá Frakklandi kemur þar á eftir með fjögur. La Rioja er í þriðja sæti og Balatonfüred rekur lestina án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert