Tíu íslensk mörk gegn Wetzlar

Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson faðmast eftir landsleik. Þeir …
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson faðmast eftir landsleik. Þeir voru báðir drjúgir í kvöld. mbl.is/Golli

Íslendingarnir í liði Rhein-Neckar Löwen voru drjúgir í kvöld þegar lið þeirra sigraði Wetzlar á sannfærandi hátt, 31:21, í þýsku 1. deildinni í handknattleik.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Löwen og Alexander Petersson 4. Lið þeirra er áfram í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, átta stigum á eftir toppliði Flensburg sem hefur unnið alla 23 leiki sína og lagði Hannover-Burgdorf á útivelli í kvöld, 33:28.

Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, er í öðru sæti með 42 stig eftir sigur á Leipzig á heimavelli í kvöld, 27:22. Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur ekkert með Kiel það sem eftir er tímabilsins vegna meiðsla.

Bjarki Már Elísson skoraði 2 mörk fyrir Füchse Berlín sem tapaði fyrir Melsungen á útivelli, 26:22. Liðin eru jöfn í 5. og 6. sæti með 30 stig og því í hörðum slag um að fá keppnisrétt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Hinn íslenskættaði Hans Lindberg skoraði 7 mörk fyrir Füchse í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert