Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM

Uwe Gensheimer er orðinn þriðji markahæsti leikmaður þýska landsliðsins frá …
Uwe Gensheimer er orðinn þriðji markahæsti leikmaður þýska landsliðsins frá upphafi. AFP

Þýskaland er öruggt með sæti í lokakeppni EM karla í handbolta sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. Þýskaland vann 29:24-sigur á Póllandi á heimavelli í undankeppninni í dag.  

Staðan í hálfleik var 16:16 en Þjóðverjar voru mun sterkari í seinni hálfleik fyrir framan 10.000 áhorfendur í Halle. 

Uwe Gensheimer átti stórleik fyrir Þýskaland og skoraði tíu mörk. Hann er nú þriðji markahæsti leikmaður þýska landsliðsins frá upphafi með 828 mörk.

Aðeins Christian Schwarzer með 966 mörk og Frank Wahl með 1.412 mörk hafa skora meira en Gensheimer fyrir landsliðið. 

Þýskaland er með átta stig eftir fjóra sigra úr fjórum leikjum til þessa í 1. riðli. Pólland, Ísrael og Kosóvó koma þar á eftir öll með tvö stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert