Patti nú loksins frægari bróðirinn

Selfyssingar eru Íslandsmeistarar í fyrsta sinn.
Selfyssingar eru Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er óhætt að segja að þjóðin hafi hrifist með þegar karlalið Selfoss í handknattleik tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri gegn Haukum á heimavelli sínum í kvöld, 35:25, og einvígið 3:1.

Á Twitter hreinlega rigndi inn hamingjuóskum til Selfyssinga þar sem mál manna var að skemmtilegasta lið landsins hefði unnið verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil og það sinn fyrsta í sögunni.

Hér má sjá brot af umræðunni í leikslok þar sem Patrekur Jóhannesson, bróðir Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, fékk mikið hrós eins og allt Selfossliðið.


 

mbl.is