Spennandi Íslendingaslagir

Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo í kvöld.
Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo í kvöld. Ljósmynd/Lemgo

Stuttgart og Lemgo skildu jöfn 26:26 í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld.

Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði 4 af mörkum Lemgo en Elvar Ásgeirsson skoraði 2 fyrir Stuttgart.

Það var annar Íslendingaslagur þegar Leipzig hafði betur gegn Balingen 27:26. Viggó Kristjánsson skoraði 2 mörk fyrir Leipzig en Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir Balingen.

Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað fyrir Kiel sem vann öruggan sigur gegn lærisveinum Geirs Sveinssonar í liði Nordhorn 31:23. Svíarnir Niclas Ekberg og Lukas Nilsson skoruðu 7 mörk hvor fyrir Kiel.

mbl.is