Þrjú rauð spjöld en enginn í bann

Adam Haukur Baumruk sleppur við bann.
Adam Haukur Baumruk sleppur við bann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír leikmenn í Olísdeild karla í handbolta fengu rautt spjald í síðustu umferðum. Aganefnd HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að enginn þeirra fari í leikbann. 

Halldór Ingi Jónasson, leikmaður Hauka, fékk rautt spjald í leik gegn ÍBV þann 30. október. Róbert Sigurðarson fékk rautt spjald hjá ÍBV er liðið fékk Fjölni í heimsókn 3. nóvember og Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka, fékk rautt spjald í leik við Aftureldingu 3. nóvember. 

Hér að neðan má sjá umfjöllun aganefndarinnar um atvikin. 

Halldór Ingi Jónasson leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrsla vegna grófs leikbrots í leik Hauka og ÍBV í mfl. ka. þann 30.10. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.

Róbert Sigurðarson leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrsla vegna grófs leikbrots í leik ÍBV og Fjölnis í mfl. ka. þann 3.11. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. 

Adam Haukur Baumruk leikmaður Hauka hlaut útilokun með skýrsla vegna grófs leikbrots í leik Aftureldingar og Hauka í mfl. ka. þann 3.11. 2019. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 b). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar. 

mbl.is