„Höllin verður ansi rauð“

Björgvin Páll Gústavsson er einn af reynslumestu leikmönnum íslenska liðsins …
Björgvin Páll Gústavsson er einn af reynslumestu leikmönnum íslenska liðsins en hann er að taka þátt í sínu þrettánda stórmóti með Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgvin Páll Gústavsson undirbýr sig nú fyrir sitt þrettánda stórmót með íslenska landsliðinu í handknattleik. Markvörðurinn litríki kom inn í landsliðið, nokkuð óvænt, fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008.

Hefur hann síðan þá haldið stöðu sinni að mestu. Í það minnsta hefur hann ekki misst af stórmóti síðan þá ef Ísland hefur á annað borð verið þar með keppnisrétt.

„Ég er ekki sjálfur með þessar tölur á hreinu og velti því lítið fyrir mér. Í hvert skipti er nýtt ævintýri. Á síðasta stórmóti var ég elsti leikmaður íslenska liðsins en nú bara fjórði elsti maður liðsins. Það er skrítinn staðreynd og viss nostalgía í því að Alexander [Petersson] sé kominn aftur í hópinn. Ég vil því meina að ég yngist með hverju mótinu. Eftir fimm til sex ár verð ég aftur orðinn yngstur og farinn að sjá um boltapokann,“ segir Björgvin meðal annars í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert