Valsarar gætu leikið til úrslita í júní

Anton Rúnarsson og stuðningsmenn Vals fagna gegn Beykoz í Tyrklandi …
Anton Rúnarsson og stuðningsmenn Vals fagna gegn Beykoz í Tyrklandi í síðasta mánuði. Ljósmynd/Baldur Þorgilsson

Handknattleikssamband Evrópu hefur frestað öllum leikjum á vegum sambandsins í apríl og maí og teiknað upp nýtt plan fyrir sumarið, með þeim fyrirvara að það fer eftir útbreiðslu kórónuveirunnar.

Nýja áætlunin gerir ráð fyrir því að undankeppni EM kvenna, 3.-6. umferð, fari öll fram á einum stað frá 1. til 7. júní. Ísland er í riðli með Króatíu, Frökkum og Tyrklandi en eitt þessara landa myndi hýsa alla leikina.

Þá yrðu átta liða úrslit í Áskorendabikarnum haldin á sama tíma en karlalið Vals mætir gegn Halden frá Noregi. Síðan yrði haldin úrslitahelgi á tímabilinu 22.-28. júní með svipuðu sniðu og Meistaradeildin og EHF-bikarinn hafa verið spiluð undanfarin ár. Þ.e.a.s. undanúrslitaleikur og svo úrslitaleikur daginn eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka