Þjálfarar í Þýskalandi sammála Alfreð

Filip Jicha, þjálfari Kiel, tók við Kiel af Alfreð Gíslasyni …
Filip Jicha, þjálfari Kiel, tók við Kiel af Alfreð Gíslasyni síðasta sumar. Ljósmynd/@StZ_NEWS

Tékkinn Filip Jicha stingur upp á því að hafa skotklukku í handbolta í viðtali við Handballwoche í Þýskalandi. Tékinn er ekki sá fyrsti sem stingur upp á slíku því Alfreð Gíslason hefur áður lagt fram hugmynd um skotklukku í íþróttinni. 

„Reglurnar eins og þær eru núna hægja á leiknum. Í þýska boltanum eru t.d. fimm færri sóknir í hverjum leik í samanburði við Meistaradeildina. Fimm færri tækifæri til að skora mörk er ekki jákvæð þróun,“ sagði Jicha, en hann tók við Kiel af Alfreð síðasta sumar. 

Kollegi hans hjá Flensburg, Maik Machulla, er sammála. „Það er góð hugmynd. Skotklukkan gæti verið 40 til 45 sekúndur,“ sagði Machulla. 

Wolfgang Jamelle, dómari í þýsku 1. deildinni, var ekki eins hrifinn af hugmyndinni. „Ég tel að íþróttin yrði ljótari og því er ég algjörlega mótfallinn þessari hugmynd,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert