Leggur skóna á hilluna

Blazenko Lackovic í leik á móti Íslandi á EM 2012 …
Blazenko Lackovic í leik á móti Íslandi á EM 2012 en Vignir Svavarsson reynir að halda aftur af honum. Reuters

Króatíska skyttan Blazenko Lackovic hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir langan og glæsilegan feril.

Lackovic var í stóru hlutverki hjá Króötum sem urðu Ólympíumeistarar í Aþenu 2004 og heimsmeistarar árið áður.

Lackovic er 39 ára gamall og lék með mörgum stórliðum á ferlinum. Zagreb, Flensburg, HSV, Vardar og Kiel. Hann sigraði í Meistaradeildinni með Flensburg og HSV.

Lackovic lauk ferlinum með HSV þar sem hann var samherji Arons Rafns Eðvarðssonar og verður í þjálfarateyminu hjá HSV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert