Eftirmaður Alfreðs í sögubækurnar

Filip Jicha, þjálfari Kiel, tók við Kiel af Alfreði Gíslasyni …
Filip Jicha, þjálfari Kiel, tók við Kiel af Alfreði Gíslasyni síðasta sumar. Ljósmynd/@StZ_NEWS

Tékkinn Filip Jicha hefur verið valinn þjálfari ársins í þýsku 1. deildinni í handbolta. Jicha er á sínu fyrsta ári með Kiel, en hann tók við liðinu af Alfreð Gíslasyni eftir síðustu leiktíð. Þjálfarar og fyrirliðar liða í deildinni standa fyrir valinu. 

Kiel var í toppsæti þýsku 1. deildarinnar þegar tímabilinu þar í landi var aflýst og var að lokum krýndur meistari í fyrsta skipti í fimm ár. Þá fór Jicha sömuleiðis með liðið í úrslitahelgina í þýska bikarnum. 

Jicha er fyrsti leikmaður í sögu deildarinnar sem er valinn leikmaður og þjálfari ársins, en hann var kjörinn leikmaður ársins 2010 er hann lék með Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. 

mbl.is