Rúnar tekur við sextán ára landsliðinu

Andri Sigfússon, Rúnar Sigtryggsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.
Andri Sigfússon, Rúnar Sigtryggsson og Jón Gunnlaugur Viggósson. Ljósmynd/HSÍ

Rúnar Sigtryggsson hefur tekið við þjálfun U16 ára landsliðs stráka í handknattleik og honum til aðstoðar verða þeir Andri Sigfússon og Jón Gunnlaugur Viggósson.

Rúnar er reynslumikill þjálfari en hann lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar á síðustu leiktíð eftir að hafa komið liðinu í úrslitaleik bikarsins. Hann hefur þjálfað í Þýskalandi einnig. Þá var hann landsliðsmaður á sínum tíma sem leikmaður, spilaði 118 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og spilaði með þremur liðum í Þýskalandi og stórliði Ciudad Real á Spáni. Tók þátt á Evrópumeistaramótinu 2002 þar sem Ísland hafnaði í fjórða sæti og á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004.

mbl.is