Langþráður sigur Vals

Lovísa Thompson átti stórleik fyrir Val.
Lovísa Thompson átti stórleik fyrir Val. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur vann sinn fyrsta sigur síðan 19. janúar í Olísdeild kvenna í handbolta er liðið heimsótti Stjörnuna og vann öruggan 30:23-sigur í dag. 

Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 15:13, Val í vil. Um miðjan seinni hálfleik kom fínn kafli hjá Val og var staðan 23:19 þegar 10 mínútur voru til leiksloka og tókst Stjörnunni ekki að jafna. 

Lovísa Thompson skoraði níu mörk fyrir Val og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gerði sex. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna og Eva Björk Davíðsdóttir fimm. 

Valur er í þriðja sæti með 13 stig og Stjarnan í fimmta sæti með tíu stig. 

mbl.is