Framarar fá markvörð frá FH

Írena Björk Ómarsdóttir er komin til Fram.
Írena Björk Ómarsdóttir er komin til Fram. Ljósmynd/Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá tveggja ára samningi við Írenu Björk Ómarsdóttur. Hún kemur til félagsins frá FH.

Írena lék 11 af 14 leikjum FH í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hún mun keppa um markvarðarstöðuna hjá Fram við þær Hafdísi Renötudóttur og Ástrós Bender.

„Írena Björk er efnilegur markmaður sem kemur til með að styrkja markvarðateymi okkar. Við bjóðum hana velkomna í Fram og hlökkum til að sjá hana á parketinu í Safamýrinni í vetur,“ segir í yfirlýsingu frá Fram.

mbl.is