Fjögur lið með fullt hús stiga í milliriðla

Þýskaland vann Ungverjaland með minnsta mun í kvöld.
Þýskaland vann Ungverjaland með minnsta mun í kvöld. Ljósmynd/IHF

Þýskaland, Danmörk, Brasilía og Spánn eru komin áfram í milliriðla á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik sem fram fer á Spáni.

Þýskaland vann 25:24-sigur gegn Ungverjalandi í E-riðli, Danmörk lagði Suður-Kóreu í F-riðlinum, 35:23, og Spánn vann 31:19-sigur gegn Austurríki í H-riðlinum.

Þýskaland, Ungverjaland og Tékkland fara því áfram úr E-riðlinum í milliriðla, Danmörk, Suður-Kórea og Kongó úr F-riðlinum, Brasilía, Japan og Króatía úr G-riðlinum og Spánn, Argentína og Austurríki úr H-riðlinum.

Riðlakeppninni lýkur á morgun með átta leikjum og eftir það taka við milliriðlar.

mbl.is