Valur jafnaði eftir enn einn spennuleikinn

Valskonan Elín Rósa Magnúsdóttir reynir skot að marki Fram á …
Valskonan Elín Rósa Magnúsdóttir reynir skot að marki Fram á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Eggert

Valur jafnaði metin í 1:1 í einvígi sínu gegn Fram í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta með 27:26-heimasigri á Fram í öðrum leik liðanna í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þriðji leikurinn er á fimmtudaginn í Framhúsinu í Safamýri.

Fram byrjaði örlítið betur og var með tveggja marka forskot snemma leiks. Í stöðunni 8:6 fyrir Fram skoraði Valur hinsvegar fimm mörk í röð og heimakonur voru komnar með þriggja marka forskot, 11:8, þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.  

Framarar voru sterkari í lok hálfleiksins og tókst að minnka muninn í eitt mark áður en hálfleiksflautan gall, 13:12. Valskonur byrjuðu hinsvegar betur í seinni hálfleik og náðu snemma fjögurra marka forskoti í fyrsta sinn, 18:14.

Framarar svöruðu hinsvegar með góðum kafla og var munurinn aðeins eitt mark þegar 20 mínútur voru til leiksloka, 19:18. Fram komst í kjölfarið yfir í fyrsta skipti síðan um miðjan fyrri hálfleik, 20:19, en staðan þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var jöfn, 20:20.

Leikurinn var áfram jafn og spennandi eftir það og var Valur með 27:26-forskot og með boltann þegar 37 sekúndur voru eftir. Fram tókst ekki að jafna og Valskonur fögnuðu naumum sigri. 

Valur 27:26 Fram opna loka
60. mín. Valur tapar boltanum Skref og Fram getur jafnað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert