Tímamótasigur Færeyinga á Dönum

Færeyska U20 ára landsliðið sem vann frækinn sigur í dag.
Færeyska U20 ára landsliðið sem vann frækinn sigur í dag. Ljósmynd/hsf.fo

Færeyingar komu gríðarlega á óvart í dag þegar þeir sigruðu Dani, 33:32, í fyrsta leiknum á Evrópumóti U20 ára landsliða karla í handknattleik í Portúgal.

Færeyskt lið hefur aldrei áður sigrað danskt lið í landsleik í nokkurri íþrótt þannig að þarna er um tímamótasigur að ræða en eins og allir vita lúta Færeyingar að hluta til stjórn Dana.

Slóvenía og Ungverjaland eru í B-riðli ásamt Færeyingum og Dönum og mætast síðar í dag.

Ísland leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag klukkan 16 og mætir þar Serbum en er einnig með Þýskalandi og Ítalíu í riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert