Sigvaldi drjúgur í stórum sigri

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik var atkvæðamikill með liði Kolstad í dag þegar það vann öruggan útisigur á Fjellhammer, 35:25, í norsku úrvalsdeildinni.

Sigvaldi var næstmarkahæsti leikmaður Kolstad í leiknum með sex mörk og Janus Daði Smárason komst líka á markalistann en hann skoraði eitt mark.

Örn Vésteinsson Österberg skoraði eitt mark fyrir Haslum sem vann Nærbo á útivelli, 27:26, og Óskar Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Drammen sem vann Halden á útivelli, 30:18.

Kolstad og Drammen hafa bæði unnið þrjá fyrstu leiki sína og eru í toppsætum deildarinnar. Haslum fékk sín fyrstu stig í þremur leikjum í dag.

mbl.is
Loka