Varði átján frá frönsku stjörnunum

Grétar Ari Guðjónsson varði vel gegn PSG.
Grétar Ari Guðjónsson varði vel gegn PSG. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson átti stórleik í gærkvöld þegar lið hans Séléstat sótti heim stórveldið París SG í frönsku 1. deildinni í handknattleik.

Grétar varði 18 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst frá frönsku stjörnunum. Frammistaða hans dugði þó skammt því PSG vann stórsigur í leiknum, 36:23.

Séléstat hefur þar með tapað fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu en Grétar kom til félagsins  í sumar eftir að hafa leikið með Nice í B-deildinni. PSG er á kunnuglegum slóðum í efstu sætinu eftir tvo sigurleiki.

mbl.is
Loka