Valur eina liðið sem fer á útivöll

Bikarmeistarar Vals fara til Slóvakíu.
Bikarmeistarar Vals fara til Slóvakíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrjú íslensk lið spila í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta í ár, en tvö þeirra spila báða leiki sína á heimavelli á meðan Valur leikur báða leiki sína á útivelli.

ÍBV, sem fór alla leið í átta liða úrslit keppninnar á síðustu leiktíð, mætir gríska liðinu OFN Ionias og fara báðir leikir fram í Vestmannaeyjum 15. og 16. október.

KA/Þór mætir Gjorche Petrov-WHC Skopje frá Norður-Makedóníu. Verða báðir leikir spilaðir á Akureyri 7. og 8. október.

Bikarmeistarar Vals leggja hins vegar land undir fót og leika báða leiki sína við Dunajska Streda frá Slóvakíu ytra dagana 8. og 9. október.

mbl.is
Loka