Gat ekki komið í veg fyrir tap í botnslag

Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Díana Dögg Magnúsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Sachsen Zwickau fór illa að ráði sínu þegar liðið heimsótti Halle-Neustadt í þýsku 1. deildinni í handknattleik kvenna í kvöld. Halle-Neustadt vann öruggan 31:22-sigur í botnslag.

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir lét vel að sér kveða í liði Zwickau eins og venjulega þar sem hún skoraði fjögur mörk og lagði upp annað fyrir liðsfélaga sinn.

Var hún næstmarkahæst í liði Zwickau og þriðja markahæst í leiknum.

Fyrir leikinn var Halle-Neustadt í næstneðsta sæti þýsku deildarinnar með 1 stig en fer með sigrinum upp fyrir Zwickau, sem er með 2 stig í næstneðsta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert