Hrafnhildur óstöðvandi er ÍBV komst á toppinn

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir í leiknum í dag en hún spilaði …
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir í leiknum í dag en hún spilaði frábærlega. Ljósmynd/Sigfús Guðmundsson

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti stórkostlegan leik fyrir ÍBV er liðið vann góðan sigur á Fram, 30:25, í Vestmannaeyjum í Olís deild kvenna í dag.

ÍBV byrjaði leikinn af miklum krafti og komst m.a. í 10:2. Forystuna lét liðið aldrei af hendi og var sigurinn í raun aldrei í neinni hættu.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var mögnuð í liði ÍBV en hún skoraði 14 mörk. Þá var Marta Wawrzykowska frábær í markinu en hún varði 17 skot.

Hjá Fram voru Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir markahæstar með fjögur mörk hvor.

Með sigrinum fer ÍBV upp fyrir Val á topp deildarinnar en liðið er nú með 24 stig, tveimur meira en Valur sem á þó leik til góða. Fram er í fjórða sæti með 17 stig. 

Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 14, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Elísa Elíasdóttir 4, Ingibjørg Olsen 1, Ólöf María Stefánsdóttir 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1.

Mörk Fram: Kristrún Steinþórsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Tinna Valgerður Gísladóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Madeleine Lindholm 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert