Viktor Gísli varði vel og Nantes í undanúrslit

Viktor Gísli Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu á EM …
Viktor Gísli Hallgrímsson í leik með íslenska landsliðinu á EM í janúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot af þeim 15 sem hann fékk á sig og var með um 47% markvörslu þegar Nantes tryggði sér sæti í undanúrslitum franska bikarsins í handbolta með heimasigri á Ivry, 35:26.

Darri Aronsson er á mála hjá Ivry en hann kom ekki við sögu í leiknum.

Amicitia Zürich, lið Ólafs Andrésar Guðmunds­sonar, komst þá í undanúrslit svissnesku bikarkeppninnar með stórsigri á útivelli gegn Fides St.Gallen, 33:20.

Ólafur kom ekki við sögu í leiknum en hann meiddist á EM í síðasta mánuði.

mbl.is