Sú besta áfram í Hafnarfirði

Elín Klara Þorkelsdóttir verður áfram hjá Haukum á næstu leiktíð.
Elín Klara Þorkelsdóttir verður áfram hjá Haukum á næstu leiktíð. Arnþór Birkisson

„Ég ætla að halda áfram í Haukum,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í handknattleik, í samtali við mbl.is á verðlaunahófi HSÍ í Minigarðinum í Skútuvogi í dag. 

Elín Klara var valin efnilegasti og besti leikmaður deildarinnar en Haukakonan er aðeins 18 ára gömul. 

„Ég verð í Haukum á næsta ári. Ég er með samning allavega eitt ár í viðbót og ég ætla að klára það. Ég er svo að fara í vélaverkfræði í HR næsta haust þannig að ég tek allavega fyrsta árið á Íslandi, Svo sé ég bara hvað gerist eftir næsta ár,“ sagði Elín Klara um framhald sitt, en hún er einn efnilegasti leikmaður sem deildin hefur séð í fjöldamörg ár. 

mbl.is