Þurfum að skoða hvernig við verjumst Aroni

Birkir Benediktsson með boltann í kvöld.
Birkir Benediktsson með boltann í kvöld. mbl.is/Eyþór Árnason

„Þetta var hörkuleikur sem gat dottið báðum megin,“ sagði Birkir Benediktsson leikmaður Aftureldingar í samtali við mbl.is eftir að hann og liðsfélagar hans töpuðu fyrir FH, 28:27, í öðrum leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í handbolta.

Staðan í einvíginu er 1:1, en þrjá sigra þarf til að komast í úrslit. „Við klúðruðum dauðafærum undir lokin og svo töpuðum við boltanum of oft í seinni hálfleik. Auðvitað ætluðum við að komast í 2:0 en það gekk ekki í kvöld,“ sagði Birkir.

Aron Pálmarsson sneri aftur í lið FH í kvöld og skoraði sex mörk og lagði upp fjölmörg til viðbótar. „Við þurfum að skoða það hvernig við verjumst honum. Hann var stundum að komast full auðveldlega í þessi skot.“

Þriðji leikurinn er í Kaplakrika á sunnudaginn kemur. „Þetta er hörkueinvígi og nú er það bara áfram gakk,“ sagði Birkir.

Staðan í einvíginu er 1:1, en þrjá sigra þarf til að komast í úrslit. „Við klúðruðum dauðafærum undir lokin og svo töpuðum við boltanum of oft í seinni hálfleik. Auðvitað ætluðum við að komast í 2:0 en það gekk ekki í kvöld,“ sagði Birkir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert