Hún virkar ekki á móti Aroni

FH jafnaði úrslitaeinvígi Íslandsmóts karla í handknattleik með sigri á Aftureldingu, 28:27, í öðrum leik liðanna í Mosfellsbæ í gær. 

Aron Pálmarsson sneri aftur eftir fjarveru vegna meiðsla. Aron stóð fyrir sínu og skoraði til að mynda mikilvæg mörk undir lok leiks. 

Bjarni Fritzson var gestur Ingvars Arnar Ákasonar í Punktalínunni á Sjónvarpi Símans í gær. Bjarni talaði um að Afturelding, sem vann fyrsta leikinn með góðri vörn, þurfi að breyta aðeins til með tilkomu Arons. 

„Afturelding var með leikinn í hendi sér í byrjun. Um leið að Aron kemur inn á kemur þetta rið á vörnina og þurfa þeir að stíga út. 

Afturelding þarf að skoða sinn varnarleik. Þeir eru búnir að vera að spila vissa tegund af vörn og hún virkar ekki alveg gegn Aroni,“ sagði Ingvar. 

Umfjöllunina um leikinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr Íslandsmótinu í handbolta í samvinnu við Símann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert