Íslendingarnir ekki meira með

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson verða ekki meira …
Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson verða ekki meira með. Hákon Pálsson

Landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson missa báðir af síðustu tveimur leikjum Melsungen í efstu deild þýska handboltans. 

Melsungen er í mikilli Evrópubaráttu en liðið er með 41 stig í fimmta sæti, fjórum stigum á undan lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach, sem á þó leik til góða. 

Melsungen mætir Göppingen á útivelli og Kiel á heimavelli í síðustu tveimur umferðunum. Liðið þarf aðeins sigur í öðrum hvorum leiknum til að tryggja Evrópusætið. 

Elvar Örn er að glíma við meiðsli í nára sem héldu honum frá landsleikjunum gegn Eistlandi í umspili EM fyrr í þessum mánuði. Arnar Freyr var með í landsleikjunum tveimur en hefur nælt sér í pest. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert