Skoraði sigurmarkið í mikilvægum sigri

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sigurmarkið úr vítakasti. Ljósmynd/Kadetten

Kadetten Schaffhausen, sem landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með, hafði betur gegn Kriens 30:29, í öðrum úrslitaleik liðanna í svissneska karlahandboltanum í Kriens í dag.

Kadetten jafnaði þar með metin í 1:1 og getur komist yfir í einvíginu þegar liðin mætast í þriðja leik næstkomandi sunnudag.

Óðinn Þór lét vel að sér kveða eins og hans er von og vísa og var jafnmarkahæstur í liði Kadetten með sex mörk.

Skoraði hann sigurmarkið úr vítakasti þremur og hálfri mínútu fyrir leikslok. Eftir mikla spennu tókst hvorugu liðinu að bæta við marki það sem eftir lifði leiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert