Markahæstur og sigur í þriðja leik

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk í dag.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten náðu í dag forystu, 2:1, gegn Kriens frá Luzern í úrslitaeinvíginu um svissneska meistaratitilinn í handknattleik með sigri á heimavelli í Schaffhausen, 28:26.

Óðinn var markahæstur hjá Kadetten með 8 mörk úr jafnmörgum skotum.

Liðin mætast í fjórða skipti í Luzern á fimmtudagskvöldið og þar getur Kadetten tryggt sér meistaratitilinn. Að öðrum kosti mætast liðin í oddaleik í Schaffhausen á sunnudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert