Töpuðu aftur í vítakeppni

Haukur Þrastarson fékk silfurverðlaun í kvöld.
Haukur Þrastarson fékk silfurverðlaun í kvöld. AFP/Ina Fassbender

Haukur Þrastarson og samherjar í Kielce urðu að sætta sig við silfurverðlaunin í pólska handboltanum í ár eftir að þeir töpuðu fyrir Wisla Plock í vítakastkeppni á heimavelli í kvöld.

Wisla vann fyrsta leik einvígisins á sínum heimavelli, í vítakeppni, eftir jafntefli liðanna, og gat því tryggt sér titilinn á heimavelli í kvöld. Að öðrum kosti hefðu liðin mæst aftur í Kielce í oddaleik á miðvikudagskvöldið.

Staðan eftir venjulegan leiktíma í kvöld var 21:21 en Wisla jafnaði metin í blálokin og hafði svo betur í vítakeppninni, 8:7.

Haukur náði ekki að skora fyrir Kielce í leiknum í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert