Hans og Vorsól unnu eftir æsispennu

Hans Þór Hilmarsson og Vorsól á fleygiferð.
Hans Þór Hilmarsson og Vorsól á fleygiferð.

Hans Þór Hilmarsson og Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði bókstaflega hirtu gullið á lokametrunum í 150 metra skeiði í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í dag. Lokaspretturinn á milli Hans og Konráðs Vals Sveinssonar á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu var æsispennandi. 

Hans hafði sigur með hársbreidd á tímanum 14,59 sekúndum. Konráð var annar með tímann 14,61 sek og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Skemil frá Dalvík varð þriðja en þau fóru 150 metra á 14,81 sek.

Úrslitin úr 150 metra skeiðinu:

 1. Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Hrímnir / Export hestar 14.59
 2. Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Top Reiter 14.61
 3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Skemill frá Dalvík Ganghestar / Margrétarhof 14.81
 4. Sigurður Sigurðarson Drift frá Hafsteinsstöðum Gangmyllan 14.84
 5. Viðar Ingólfsson Lukka frá Árbæjarhjáleigu Hrímnir / Export hestar 15.09
 6. Þórarinn Ragnarsson Funi frá Hofi Hrímnir / Export hestar 15.28
 7. Ásmundur Ernir Snorrason Fáfnir frá Efri-Rauðalæk Auðsholtshjáleiga / Horse export 15.28
 8. Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 15.31
 9. Jóhanna Margrét Snorradóttir Hrafnhetta frá Hvannstóði Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 15.45
 10. Bergur Jónsson Sædís frá Ketilsstöðum Gangmyllan 15.46
 11. Hinrik Bragason Skúta frá Skák Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 15.47
 12. Guðmundur Friðrik Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum Lífland 15.64
 13. Ævar Örn Guðjónsson Tígull frá Bjarnastöðum Gangmyllan 16.20
 14. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Jarl frá Þóroddsstöðum Auðsholtshjáleiga / Horse export 16.24
 15. Bjarni Bjarnason Þröm frá Þóroddsstöðum Auðsholtshjáleiga / Horse export 16.26
mbl.is