Glódís fyrst af stað í Víðidal

Næsta keppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum er slaktaumatölt en það verður haldið í TM-höllinni hjá Fáki í Víðidal annað kvöld, fimmtudagskvöld.

Keppni hefst kl. 19:00 en fyrst í braut er Glódís Rún Sigurðardóttir á Glymjanda frá Íbishóli en þau gerðu það vel í fjórganginum. Það voru þau Jakob S. Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey sem unnu slaktaumatöltið í fyrra. Þau mæta ekki í ár þar sem Júlía fór út í fyrra á heimsmeistaramót og því mætir Jakob með Vallarsól frá Völlum í þetta skiptið en þau voru í A-úrslitum á Íslandsmóti í fyrra.

Íslandsmeistarinn í slaktaumatölti, Helga Una Björnsdóttir á Þoku frá Hamarsey, er á ráslistanum en það eru eflaust margir sem spá þeim sigri. Teitur Árnason og Brúney frá Grafarkoti voru í öðru sæti í fyrra og mæta þau einnig í ár en hægt er að sjá ráslistann hér fyrir neðan. Húsið verður opnað á slaginu 17:00 en eins og áður verður boðið upp á dýrindisveitingar.

Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í verslun Líflands en ársmiðinn kostar 5.000 kr en einnig verður selt inn á staka viðburði. Ársmiðinn er einnig happdrættismiði en dregið verður úr seldum ársmiðum og eru glæsilegir vinningar í boði frá Líflandi, Top Reiter, Litlu hestabúðinni, Toyota Selfossi og folatollar undir marga af glæsilegustu stóðhestum landsins.

Bein útsending verður á RÚV.IS og fyrir þá sem staddir eru erlendis er hægt að gerast áskrifandi að deildinni á oz.com/meistaradeildin.

Ráslisti - Slaktaumatölt - Meistaraflokkur

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið

1 Glódís Rún Sigurðardóttir og Glymjandi frá Íbishóli - Dynjandi frá Íbishóli - Salka frá Tumabrekku - Brúnn - 9 - Ganghestar/Austurás

2 Matthías Leó Matthíasson og Doðrantur frá Vakurstöðum - Konsert frá Korpu - Bjóla frá Feti - Fífilbleikur - 7 - Eques/Kingsland

3 Helga Una Björnsdóttir og Þoka frá Hamarsey - Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum - Þruma frá Hólshúsum - Bleikál - 9 - Hjarðartún

4 Þórdís Erla Gunnarsdóttir og Hekla frá Laugarbökkum - Barði frá Laugarbökkum - Hildur frá Höfða - Rauð - 9 - Auðsholtshjáleiga/Strandarhöfuð

5 Arnar Bjarki Sigurðarson og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum - Gammur frá Steinnesi - Irpa frá Skeggsstöðum - Brúnn - 13 - Hrímnir/Export hestar

6 Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum - Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum - Framkvæmd frá Ketilsstöðum - Brúnn - 13 - Gangmyllan

7 Eyrún Ýr Pálsdóttir og Askur frá Gillastöðum - Smári frá Skagaströnd - Klófífa frá Gillastöðum - Jarpur - 8 - Top Reiter

8 Hinrik Bragason og Krummi frá Höfðabakka - Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum - Dagrún frá Höfðabakka - Brúnn - 10 - Hestvit/Árbakki

9 Ragnhildur Haraldsdóttir og Katla frá Mörk - Kolskeggur frá Kjarnholtum I - Selja frá Miðdal - Jarpstj.sokk. - 9 - Ganghestar/Austurás

10 Árni Björn Pálsson og Hátíð frá Hemlu II - Þröstur frá Hvammi - Hafrún frá Hemlu II - Brún - 10 - Top Reiter

11 Viðar Ingólfsson og Skál frá Skör - Rammi frá Búlandi - Vár frá Skjálg - Brún - 8 - Hrímnir/Export hestar

12 Jakob Svavar Sigurðsson og Vallarsól frá Völlum - Álfur frá Selfossi - Náttsól frá Fellsmúla - Brún - 7 - Hjarðartún

13 Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi - Héðinn frá Feti - Skrítla frá Grímstungu - Grár - 10 - Hestvit/Árbakki

14 Bergur Jónsson og Rauðka frá Ketilsstöðum - Skýr frá Skálakoti - Spes frá Ketilsstöðum - Rauð - 8 - Gangmyllan

15 Guðmundur Björgvinsson og Ópera frá Litla-Garði - Ómur frá Kvistum - Melodía frá Árgerði - Fífilbleik - 9 - Eques/Kingsland

16 Ásmundur Ernir Snorrason og Gleði frá Steinnesi - Gaumur frá Auðsholtshjáleigu - Gæfa frá Steinnesi - Jarpskj. - 10 - Auðsholtshjáleiga/Strandarhöfuð

17 Teitur Árnason og Brúney frá Grafarkoti - Grettir frá Grafarkoti - Surtsey frá Gröf - Vatnsnesi - Brún - 14 - Top Reiter

18 Siguroddur Pétursson og Eldborg frá Haukatungu Syðri 1 - Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum - Mynd frá Haukatungu Syðri 1 - Jörp - 9 - Hrímnir/Export hestar

19 Gústaf Ásgeir Hinriksson og Brynjar frá Bakkakoti - Frakkur frá Langholti - Smella frá Bakkakoti - Jarpur - 9 - Hestvit/Árbakki

20 Þórarinn Ragnarsson og Leikur frá Vesturkoti - Spuni frá Vesturkoti - Líf frá Þúfu í Landeyjum - Jarpur - 9 - Hjarðartún

21 Sigurður Sigurðarson og Narfi frá Áskoti - Ágústínus frá Melaleiti - Súld frá Helgadal - Brúnn - 11 - Gangmyllan

22 Sigursteinn Sumarliðason og Saga frá Blönduósi - Sveinn-Skorri frá Blönduósi - Rauðhetta frá Holti 2 - Rauð - 9 - Eques/Kingsland

23 Telma Tómasson og Baron frá Bala 1 - Stæll frá Neðra-Seli - Beta frá Forsæti - Móálóttur - 11 - Ganghestar/Austurás

24 Edda Rún Guðmundsdóttir og Spyrna frá Strandarhöfði - Rökkvi frá Hárlaugsstöðum - Fiðla frá Höfðabrekku - Rauð - 12 - Auðsholtshjáleiga/Strandarhöfuð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert