Ragnhildur vann fyrsta mótið

Ragnhildur Haraldsdóttir og Vákur frá Vatnsenda.
Ragnhildur Haraldsdóttir og Vákur frá Vatnsenda.

Fyrsta mót ársins í hestaíþróttum fór fram í TM höllinni í Fáki Víðidal í gærkvöld en þar var keppt í fjórgangi. Ragnhildur Haraldsdóttir á Vák frá Vatnsenda stóð þar uppi sem sigurvegari.

Mótið fór fram án áhorfenda en var sýnt beint á Rúv2 og var streymt til erlendra áhorfenda á Alendis Tv.

Eftir hörkuspennandi og jafna keppni í forkeppni var barátta um úrslitasæti, þar sem þrír knapar voru jafnir, þeir Matthías Leó Matthíasson, Hinrik Bragason og Flosi Ólafsson. Eftir ítarlegri útreikninga samkvæmt nýjum reglum, þar sem hæsta og lægsta einkunnin er ekki dregin frá, varð Hinrik hlutskarpastur.

Efst eftir forkeppni var Ragnhildur Haraldsdóttir, annar Jakob Svavar Sigurðsson, þriðja Elín Holst, í fjórða til fimmta voru þau Árni Björn Pálsson og Jóhanna Margrét Snorradóttir og Hinrik Bragason sjötti.

Í úrslitum urðu leikar eftirfarandi:

1. Ragnhildur Haraldsdóttir - Ganghestar / Margrétarhof - Vákur frá Vatnsenda - 7.53

2. Jakob Svavar Sigurðsson – Hjarðartún - Hálfmáni frá Steinsholti - 7.43

3. Jóhanna Margrét Snorradóttir - Hestvit / Árbakki - Bárður frá Melabergi - 7.26

4. Elin Holst – Gangmyllan - Frami frá Ketilsstöðum - 7.2

5. Hinrik Bragason - Hestvit / Árbakki - Sigur frá Stóra-Vatnsskarði - 7.13

6. Árni Björn Pálsson - Top Reiter - Svarta Perla frá Álfhólum - 6.9

Niðurstöður eftir forkeppni:

1 Ragnhildur Haraldsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Vákur frá Vatnsenda 7,53

2 Jakob Svavar Sigurðsson Hjarðartún Hálfmáni frá Steinsholti 7,33

3 Elin Holst Gangmyllan Frami frá Ketilsstöðum 7,27

4-5 Árni Björn Pálsson Top Reiter Svarta Perla frá Álfhólum 7,23

4-5 Jóhanna Margrét Snorradóttir Hestvit / Árbakki Bárður frá Melabergi 7,23

6-8 Hinrik Bragason Hestvit / Árbakki Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 7,17

6-8 Matthías Leó Matthíasson Skeiðvellir / Árheimar Taktur frá Vakurstöðum 7,17

6-8 Flosi Ólafsson Hrímnir / Hest.is Sóley frá Blönduholti 7,17

9-11 Helga Una Björnsdóttir Hjarðartún Hrunar frá Vorsabæ II 7,13

9-11 Aðalheiður A. Guðjónsdóttir Ganghestar / Margrétarhof Óskar frá Breiðstöðum 7,13

9-11 Viðar Ingólfsson Hrímnir / Hest.is Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II 7,13

12-13 Arnar Bjarki Sigurðarson Hrímnir / Hest.is Örn frá Gljúfurárholti 7,10

12-13 Hulda Gústafsdóttir Hestvit / Árbakki Sesar frá Lönguskák 7,10

14-15 Hanna Rún Ingibergsdóttir Top Reiter Grímur frá Skógarási 7,07

14-15 Olil Amble Gangmyllan Glampi frá Ketilsstöðum 7,07

16-17 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðholtshjáleiga / Strandarhöfuð Fengur frá Auðsholtshjáleigu 6,87

16-17 Teitur Árnason Top Reiter Brúney frá Grafarkoti 6,87

18-19 Glódís Rún Sigurðardóttir Ganghestar / Margrétarhof Glymjandi frá Íbishóli 6,80

18-19 Ásmundur Ernir Snorrason Auðholtshjáleiga / Strandarhöfuð Spyrna frá Strandarhöfði 6,80

20-21 Bergur Jónsson Gangmyllan Gígur frá Ketilsstöðum 6,77

20-21 Þórarinn Ragnarsson Hjarðartún Leikur frá Vesturkoti 6,77

22 Janus Halldór Eiríksson Skeiðvellir / Árheimar Sigur frá Laugarbökkum 6,67

23 Sigursteinn Sumarliðason Skeiðvellir / Árheimar Fjöður frá Hrísakoti 6,23

24 Snorri Dal Auðholtshjáleiga / Strandarhöfuð Bálkur frá Dýrfinnustöðum 5,93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert