Þrír taka ekki fullan þátt í fyrstu æfingu

Birkir Bjarnason skokkaði um völlinn og Aron Einar fór sér ...
Birkir Bjarnason skokkaði um völlinn og Aron Einar fór sér enn hægar að mestu. Gekk og spjallaði við Magnús Gylfason, formann landsliðsnefndar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur verið á góðum batavegi eftir hnémeiðsli sín en hann tekur þó ekki þátt í fyrstu æfingu liðsins eftir komuna til Rússlands.

Liðið æfir þessa stundina fyrir framan hátt í 1.000 áhorfendur en hvorki Aron, Birkir Bjarnason né Alfreð Finnbogason eru með í liðsæfingunni. Alfreð skokkar með Sebastian Boxleitner, styrktarþjálfara landsliðsins, og Birkir liðkar sig til á hliðarlínunni undir handleiðslu Friðriks Ellerts Jónssonar sjúkraþjálfara, eftir langan ferðadag í gær.

Birkir Már Sævarsson, sem var tæpur vegna meiðsla og lék því ekki gegn Gana í vináttulandsleik síðasta fimmtudag, er hins vegar með á æfingunni sem og Hannes Þór Halldórsson markvörður sem glímt hefur við smávægileg nárameiðsli en lék gegn Gana.

Alfreð Finnbogason á æfingunni, sem enn stendur yfir.
Alfreð Finnbogason á æfingunni, sem enn stendur yfir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina