HM 2026 fer fram í Norður-Ameríku

Gianni Infantino, forseti FIFA óskar fulltrúum Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó …
Gianni Infantino, forseti FIFA óskar fulltrúum Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó til hamingju á þinginu í morgun. AFP

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2026 mun fara fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Þjóðirnar þrjár sendu inn sameiginlega umsókn um að halda heimsmeistaramótið og þá sótti Marokkó einnig um að fá að halda mótið. 

Kosið var í Moskvu í morgun á þingi Alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ sátu þingið fyrir hönd Íslands.

Heimsmeistaramótið 2022 mun fara fram í Katar í nóvember og desember en Rússar halda heimsmeistaramótið í ár. Mótið hefsta á morgun þegar heimamenn taka á móti Sádi-Arabíu í Moskvu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert