Dómarinn reynst Íslendingum vel

Szymon Marciniak fylgist með Jóni Daða Böðvarssyni á EM í ...
Szymon Marciniak fylgist með Jóni Daða Böðvarssyni á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Pólverjinn Szymon Marciniak dæmir leik Íslands og Argentínu á HM í fótbolta sem fram fer í Moskvu næstkomandi laugardag. Íslendingar eiga góðar minningar af Marciniak, því hann hefur verið dómari í tveimur af betri sigrum íslenska liðsins á síðustu árum.

Marciniak er 37 ára og varð hann FIFA-dómari árið 2011. Hann er að dæma á sínu öðru stórmóti, en hann dæmdi einnig á EM 2016. Þar dæmdi hann m.a leik Íslands og Austurríkis, þar sem Ísland vann 2:1. Það var fyrsti sigur íslenska karlalandsliðsins á stórmóti frá upphafi. 

Marciniak dæmdi einnig leik Íslands og Tyrklands í Tyrklandi í undankeppni HM í október á síðasta ári. Þá vann Ísland magnaðan 3:0-stórsigur sem fór langt með að tryggja sætið í lokakeppninni. 

Lionel Messi, stórstjarna argentínska liðsins og leikmaður Barcelona, hefur hins vegar aldrei unnið leik sem Marciniak hefur dæmt. Hann dæmdi leik PSG og Barcelona, sem franska liðið vann 4:0 og í 3:0 tapi gegn Juventus, en þeir voru báðir á síðasta ári. 

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 1 2 3
2 Danmörk 1 1 3
3 Ástralía 1 1 0
4 Perú 1 0 0
L M Stig
1 Króatía 1 2 3
2 Ísland 1 1 1
3 Argentína 1 1 1
4 Nígeria 1 0 0
L M Stig
1 Serbía 1 1 3
2 Sviss 1 1 1
3 Brasilía 1 1 1
4 Kostaríka 1 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla