Stórleikur Rui Patricio tryggði Portúgölum sigur

Það tók Cristiano Ronaldo ekki nema þrjár mínútur að koma Portúgölum yfir með skalla eftir hornspyrnu gegn Marokkó á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í dag. 

Þetta var fjórða mark Ronaldo í keppninni og hans 85. landsliðsmark sem gerir hann að markahæsta evrópska landsliðsmanni frá upphafi.

En fyrir utan mark Portúgala var Marokkó betri aðilinn í leiknum. Þeir héldu boltanum ljómandi vel og sköpuðu sér urmul af góðum marktækifærum. Rui Patrico var öflugur í marki Portgúgala og átti tvær vörslur í algerum heimsklassa. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Marokkóum ekki að skora og niðurstaðan því 1:0 sigur Portúgala.

Eftir leikinn eru Portúgalar á toppi riðilsins með 4 stig á meðan Marokkóar eru en stigalausir og eiga enga von um sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Íran er með 3 stig og Spánn 1 stig en leikur þeirra hefst klukkan 18.

Portgúgal með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina.
Portgúgal með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert