Trúðu of mikið á Jesus

Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus. AFP

Þúsundir Brasilíumanna mættu á Kazan-leikvanginn í Rússlandi í kvöld í von um að sjá liðið taka stórt skref í áttina að fyrsta heimsmeistaratitlinum síðan 2002. Allt kom þó fyrir ekki, Brasilía er á heimleið og kenna margir oftrú á Jesus þar um.

Margir Brasilíumenn voru vongóðir um möguleika liðsins á mótinu en urðu að lokum að sætta sig við 2:1-tap gegn Belgíu í 8-liða úrslitunum. Kevin de Bruyne skoraði glæsimark og Fernandinho skoraði sjálfsmark en bræði margra stuðningsmanna Brasilíu beindist fyrst og fremst að Tite, þjálfara liðsins.

Hvað gerði hann af sér? Valdi vitlausan framherja ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum. Gabriel Jesus, 21 ára sóknarmaður Manchester City, byrjaði alla leiki liðsins í framlínunni en honum tókst ekki að setja mark sitt á keppnina. Hann fann sig engan veginn í leiknum gegn Belgíu í kvöld þegar liðinu sárvantaði mark en hann fer heim til Manchester markalaus eftir Rússlands dvölina.

Hver var lausnin? Robert Firmino og Colgate-brosið. Sá átti frábært tímabil með Liverpool á Englandi síðasta vetur. Hann kom iðulega inn á undir lok leikja í Rússlandi og uppskar eitt mark. Báðir þessir framherjar áttu þó frábær tímabil á Englandi síðasta vor, því var erfitt að velja á milli þeirra og auðvelt að vera vitur eftir á.

Roberto Firmino fékk ekki margar mínútur í Rússlandi en náði ...
Roberto Firmino fékk ekki margar mínútur í Rússlandi en náði þó að skora eitt mark. AFP
mbl.is