„Synd fyrir fótboltann“

Frá leik Frakka og Belga í gærkvöld.
Frá leik Frakka og Belga í gærkvöld. AFP

Thibaut Courtois, landsliðsmarkvörður Belga í knattspyrnu, var sár og svekktur eftir tapið gegn Frökkum í undanúrslitunum á HM í gærkvöld.

Courtois réð ekki við skalla miðvarðarins Samuel Umtiti eftir horn á 51. mínútu og það reyndist sigurmarkið í leiknum.

„Þetta var pirrandi leikur. Frakkar spiluðu ekkert. Þeir vörðust með 11 leikmenn innan við 40 metra frá marki sínu,“ sagði Courtois við belgíska sjónvarpsstöð eftir leikinn.

„Pirringurinn er vegna þess að við töpuðum ekki fyrir liði sem er betra en okkar. Við töpuðum fyrir liði sem spilar ekkert, heldur verst. Á móti Úrúgvæ í átta liða úrslitunum skoruðu þeir úr aukaspyrnu og eftir markvarðarmistök og í þessum leik úr horni. Þetta er synd fyrir fótboltann að Belgía hafi ekki unnið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert