Ljósmyndarinn varð hluti af fögnuði Króata

Ljósmyndarinn náði þessari mynd af Mario Mandzukic þar sem hann ...
Ljósmyndarinn náði þessari mynd af Mario Mandzukic þar sem hann lá undir hrúgu af leikmönnum Króata. AFP

Þegar Mario Mandzukic skoraði sigurmarki Króata í leiknum gegn Englendingum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu varð ljósmyndari frá AFP-fréttastofunni ómeðvitað hluti af fagnaðarlátum Króata bak við mark Englendinga.

„Ég var bara að skipta um linsu þegar leikmennirnir hlupu til mín,“ sagði ljósmyndarinn Yuri Cortez við AFP en hann var staðsettur fremst við hliðina á auglýsingaskiltunum.

„Þeir héldu bara áfram að koma í áttina að mér og þeir féllu ofan á mig. Þetta var brjálað augnablik, þeir voru svo glaðir. Þeir áttuðu sig svo skyndilega á því að ég var undir þeim. Þeir spurðu mig hvort ég væri í lagi. Einn náði í linsuna mína og einn leikmaður gaf mér koss.“

mbl.is