Ekki með eftir höfuðhöggið

Alireza Beiranvand steinliggur eftir höggið þunga.
Alireza Beiranvand steinliggur eftir höggið þunga. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Alireza Beiranvand, markvörður íranska landsliðsins í fótbolta, verður ekki með Íran gegn Wales í B-riðli HM í dag vegna höfuðmeiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leik gegn Englandi um síðustu helgi.

Hinn þrítugi Beiranvand fékk þungt högg snemma leiks eftir samstuð við liðsfélaga sinn Majid Hosseini. Blæddi úr honum eftir atvikið og lá hann lengi eftir.

Markvörðurinn var tekinn af velli og kom í ljós að hann væri nefbrotinn. Hann hefur æft með grímu undanfarna daga, en verður ekki klár gegn Wales.

Beiranvand ætti þó að vera klár þegar Íran mætri Bandaríkjunum í lokaumferð riðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert