Við sýndum mikinn þroska

Harry Kane eftir leikinn í kvöld.
Harry Kane eftir leikinn í kvöld. AFP/Adrian Dennis

Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður eftir 3:0-sigur liðsins á Senegal í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í Katar í kvöld.

„Mér fannst þetta mjög erfitt. Leikir í útsláttarkeppni eru aldrei auðveldir en við sýndum mikinn þroska. Okkur líður mjög vel eftir þetta.

Við erum með góða leikmenn fram á við og höfum litið vel út varnarlega. Við höfum haldið hreinu í þremur leikjum í röð svo þetta er virkilega góður dagur hjá okkur í dag.“

England mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum mótsins 10. desember.

mbl.is