Ég tengi ekki við hroka þeirra svo ég svaraði með þessum hætti

Emiliano Martinez bregður á leik með gullhanskann við að því …
Emiliano Martinez bregður á leik með gullhanskann við að því er virðist litla hrifningu. AFP/Kirill Kudryavtsev

Emiliano Martínez, nýkrýndur heimsmeistari og handhafi gullhanskans á HM í Katar, hefur útskýrt af hverju hann brá á leik með verðlaunin á ansi umdeildan hátt á sunnudag.

Markvörðurinn hefur núna greint frá því af hverju hann lét eins og hann lét á verðlaunaathöfninni.

„Stuðningsmenn franska landsliðsins bauluðu á mig. Ég tengi ekki við hroka þeirra svo ég svaraði með þessum hætti,“ sagði Martínez í viðtali við argentínska sjónvarpsstöð.

Aðeins eitt og hálft ár er síðan Martínez lék sinn fyrsta landsleik. Síðan þá hefur hann átt stóran þátt í sigri Argentínu í Suður-Ameríkukeppninni og svo núna á sjálfu heimsmeistaramótinu.

Argentína varð heimsmeistari á sunnudag í þriðja sinn, fyrst árið 1978 á heimavelli og svo 1986 í Mexíkó þegar Diego Armando Maradona vann keppnina nærri einn síns liðs og svo nú árið 2022 í Katar, á móti sem verður trúlega alltaf minnst sem heimsmeistaramóts Lionels Messi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert