Norðmenn mörðu sigur gegn Portúgal

Sander Sagosen lætur vaða á mark Portúgala í kvöld en …
Sander Sagosen lætur vaða á mark Portúgala í kvöld en Sagosen og hans menn unnu naumlega. AFP

Noregur hafði betur gegn Portúgal 29:28 á HM karla í handknattleik í Egyptalandi í kvöld eftir spennandi leik. 

Liðin leika í milliriðli 3 rétt eins og Ísland. Portúgal sem vann Ísland í fyrsta leik í keppninni var yfir þegar um fimm mínútur voru eftir. Norðmenn reyndust þó sterkari á lokasprettinum og unnu 29:28 en Portúgal fékk síðustu sóknina í leiknum og gat því jafnað. Portúgal lék þá 7 á móti 6 en tókst ekki að skapa sér verulega gott færi og síðasta skotið var tekið nokkuð fyrir utan punktalínuna. 

Portúgal: Pedro Portela 5, Miguel Martins 5, Fabio Magalhaes 4, Andre Gomes 4, Victor Iturriza 3, Gilberto Duarte 2, Diogo Branquinho 2, Daymaro Salina 1, Alexis Borges 1, Alfredo Quintana 1.

Noregur: Sander Sagosen 6, Harald Reinkind 5, Magnus Jondal 5, Christian O`Sullivan 3, Kristian Bjornsen 3, Bjarte Myrhol 2, Petter Overby 2, Goran Sogard Johannessen 2, Kent Robin Tonnesen 1.

Frakkland er með 6 stig í milliriðlinum en Noregur og Portúgal 4 stig. Með sigri hefði Portúgal því gert út um vonir Norðmanna að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Sviss og Ísland eru með 2 stig og Alsír án stiga. 

Svíar töpuðu stigi nokkuð óvænt í milliriðli 4 þegar Svíþjóð og Hvíta-Rússland gerðu jafntefli 26:26. 

Svíþjóð er í efsta sæti í milliriðli 4 með 5 stig en Egyptaland og Slóvenía eru með 4 stig. Rússland er með 3, Hvíta Rússland 2 og Norður-Makedónía án stiga. 

Svíþjóð: Hampus Wanne 7, Alfred Jonsson 6, Lukas Sandell 4, Daniel Pettersson 3, Felix Claar 3, Jonathan Carlsbogard 2, Jim Gottfridsson 1.

Hvíta Rússland: Andrei Yurynok 6, Mikita Vailupau 6, Artsem Karalek 5, Aleh Astrashapkinn 3, Uladzislau Kulesh 2, Vadim Gayduchenko 2, Viachaslau Bokhan 1, Artsiom Kulak 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert