Sviss endar fyrir ofan Ísland

Svissnesku landsliðsmennirnir Samuel Röthlisberger og Lenny Rubin fagna marki í …
Svissnesku landsliðsmennirnir Samuel Röthlisberger og Lenny Rubin fagna marki í leiknum gegn Alsír í dag. AFP

Sviss lagði Alsír, 27:24, í þýðingarlitlum leik í milliriðli þrjú á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Egyptalandi í dag.

Alsíringar stóðu vel í Svisslendingum og komust nokkrum sinnum einu marki yfir í fyrri hálfleik. Sviss leiddi þó 15:13 í hálfleik. Í þeim síðari var svipað uppi á teningnum en Sviss lét þó aldrei forystuna af hendi. Hafði Sviss að lokum þriggja marka sigur.

Með sigrinum tryggði Sviss sér 4. sæti milliriðilsins, sem þýðir að Ísland endar í 5. sæti riðilsins og getur hæst endað í 17. sæti á mótinu.

Alsír – Sviss 24-27 (13-15)

Alsír: Abdi Ayoub 6, Moustapha Hadj Sadok 5, Redouane Saker 3, Daoud Hichem 3, Messaoud Berkous 2, Rahim Abdelkader 1, Sofiane Bendjilali 1, Berriah Abderahim 1, Oussem Boudjenah 1, Nouredine Hellal 1.

Sviss: Andy Schmid 9, Cedrie Tynowski 6, Marvin Lier 4, Alen Milosevic 3, Lenny Rubin 2, Nicolas Raemy 2, Roman Sidorowicz 1.

Norður-Makedónía endar stigalaust í milliriðlinum

Í milliriðli fjögur vann Hvíta-Rússland góðan 30:26 sigur á Norður-Makedóníu í þýðingarlausum leik.

Staðan var jöfn í hálfleik, 14:14, en í þeim síðari hertu Hvít-Rússar tökin og unnu að lokum góðan fjögurra marka sigur.

Þjóðirnar tvær hafa þar með lokið keppni á mótinu og endar Hvíta-Rússland í 5. sæti riðilsins með fjögur stig og Norður-Makedónía endar í 6. og síðasta sæti riðilsins án stiga.

Hvíta-Rússland – Norður-Makedónía 30-26 (14-14)

Hvíta-Rússland: Uladzislau Kulesh 7, Aleh Astrashapkin 5, Mikita Vailupau 4, Artsiom Kulak 3, Artsem Karalek 3, Andrei Yurynok 2, Vadim Gayduchenko 2, Viachaslau Bokhan 2, Aliaksandr Padshyvalau 1, Ivan Maroz 1.

Norður-Makedónía: Kiril Lazarov 7, Zharko Peshevski 4, Filip Kuzmanovski 4, Cvetan Kuzmanoski 2, Martin Popovski 2, Nenad Kosteski 2, Stojanche Stoilov 2, Nikola Markoski 1, Filip Taleski 1, Dimitar Dimitrioski 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert